Atli horfði á Lewandowski jafna metið í beinni: Gaman að fá hann inn í klúbbinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 10:00 Robert Lewandowski og Atli Eðvaldsson (í leik með Fortuna Düsseldorf 1983) eru einu erlendu leikmennirnir sem hafa skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í þýsku 1. deildinni. vísir/getty „Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson. Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
„Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15
Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30
Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49