Atli horfði á Lewandowski jafna metið í beinni: Gaman að fá hann inn í klúbbinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 10:00 Robert Lewandowski og Atli Eðvaldsson (í leik með Fortuna Düsseldorf 1983) eru einu erlendu leikmennirnir sem hafa skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í þýsku 1. deildinni. vísir/getty „Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson. Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
„Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15
Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30
Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49