Erlent

John Oliver fjallar um flóttamenn á leið til Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þættir Johns Oliver njóta mikilla vinsælda.
Þættir Johns Oliver njóta mikilla vinsælda.
Fjöldi flóttamanna í leit að betra lífi í Evrópu er umfjöllunarefnið í nýjasta þætti Last Week Tonight með John Oliver. Þáttastjórnandinn kemur víða við í umfjöllun sinni sem er eins og alltaf, góða blanda af alvarleika og húmor.

Oliver kemur meðal annars inn á rannsóknir sem sýni að nítján af tuttugu löndum höfðu beinan hag af því að taka á móti flóttamönnum og einnig að koma fólksins leiði almennt til launahækkunar í landinu. Þá tekur hann fyrir viðbrögð einstakra Evrópuþjóða og þeirra nálgun á málefnum flóttamanna. Fá Danir og Slóvakar að kenna á því.

Innslag Oliver má sjá í heild hér að neðan en þátturinn í heild verður sýndur á Stöð 2 í kvöld með íslenskum texta klukkan 22:30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×