Erlent

John Oliver fjallar um flóttamenn á leið til Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þættir Johns Oliver njóta mikilla vinsælda.
Þættir Johns Oliver njóta mikilla vinsælda.

Fjöldi flóttamanna í leit að betra lífi í Evrópu er umfjöllunarefnið í nýjasta þætti Last Week Tonight með John Oliver. Þáttastjórnandinn kemur víða við í umfjöllun sinni sem er eins og alltaf, góða blanda af alvarleika og húmor.

Oliver kemur meðal annars inn á rannsóknir sem sýni að nítján af tuttugu löndum höfðu beinan hag af því að taka á móti flóttamönnum og einnig að koma fólksins leiði almennt til launahækkunar í landinu. Þá tekur hann fyrir viðbrögð einstakra Evrópuþjóða og þeirra nálgun á málefnum flóttamanna. Fá Danir og Slóvakar að kenna á því.

Innslag Oliver má sjá í heild hér að neðan en þátturinn í heild verður sýndur á Stöð 2 í kvöld með íslenskum texta klukkan 22:30.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.