Lífið

John Oliver tekur kynfræðslu og mikilvægi hennar fyrir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
John Oliver
John Oliver
Í nýjasta þætti sínum hjólar John Oliver í fyrirkomulag kynfræðslu í Bandaríkjunum. Meðal þess sem hann kemst að er að fjölmörg ríki hafa engar reglur eða sérstakt fyrirkomulag á kynfræðslu og í einhverjum ríkjum er það skólum í sjálfsvald sett hvort og þá hvernig kennsla fer fram.

„Kynfræðsla í skólum er mikilvæg út af augljósum ástæðum. Ekkert foreldri vill tala við börnin sín um kynlíf og ekkert barn vill tala um kynlíf við foreldra sína,“ segir Oliver meðal annars. Hann bendir til dæmis á að sértu að horfa á kvikmynd með foreldrum þínum og kynlífssena byrji verði allir mjög hljóðir og voni að þeir hverfi af yfirborði jarðar.

Líkt og alltaf býr hann til myndband sem bætir vandann sem til er.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×