Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 10:34 Rannsókn lögreglu á banaslysi við Jökulsárlón og líkfundar í Norðurárdal tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslum frá erlendum réttarlæknum. Lögreglan kallar eftir því að réttarlæknir verði staðsettur hér á landi. Vísir/Valli „Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
„Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13