Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 10:24 Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Vísir/Vilhelm Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015 Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015
Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00