Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2015 14:54 Malcolm Turnbull þykir lengra til vinstri en margir aðrir í Frjálslynda flokknum. Vísir/EPA Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu eftir að hafa hlotið fleiri atkvæði en Tony Abbott forsætisráðherra í formannskjöri Frjálslynda flokksins fyrr í dag.Í frétt BBC segir að Turnbull þyki hæfur ráðherra, mælskur og vel liðinn þvert á flokkslínur. Hann hefur gegnt embætti ráðherra fjarskiptamála frá árinu 2013. Frjálslyndi flokkurinn í Ástralíu er íhaldssamur flokkur, en Turnbull er þekktur fyrir frjálslyndar skoðanir sínar, meðal annars þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Þá styður hann aðgerðir ríkja til að bregðast megi við loftslagsbreytingum. Þessar skoðanir Turnbull eru ekki líklegar til að falla hægrisinnuðustu flokksmönnum Frjálslynda flokksins í geð og óttast þeir að flokkurinn muni breyta um stefnu í fjölda mikilvægra mála.Einn ríkasti þingmaðurinnVinsældir Abbott höfðu minnkað mikið síðustu mánuði og sagði Turnbull ljóst að Frjálslyndi flokkurinn myndi bíða lægri hlut í þingkosningunum á næsta ári, yrði ekki skipt um mann í brúnni.Tony Abbott var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins árið 2009.Vísir/EPATurnbull hefur áður starfað sem lögmaður og viðskiptamaður og er einn ríkasti þingmaður landsins. Hann ólst upp í úthverfi Sydney af einstæðu foreldri, stundaði laganám í Sydney-háskóla og aflaði sér svo frekari menntunar í Oxford í Englandi. Til að byrja með starfaði hann sem fréttamaður, meðal annars hjá Sunday Times í Bretlandi, áður en hann hóf starf sem lögmaður. Á tíunda áratugnum auðgaðist hann mikið eftir að hafa stofnað eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins á þeim tíma, OzEmail.Kjörinn á þing 2004Turnbull var kjörinn á þing árið 2004 í kjördæminu Wentworth. Hann var fljótur að komast til metorða innan Frjálslynda flokksins, þar sem hann gegndi stuttlega embætti umhverfis- og vatnsauðlindaráðherra í ríkisstjórn John Howard áður en Verkamannaflokkurinn náði völdum árið 2007. Árið 2008 var Turnbull kjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ári síðar beið hann hins vegar lægri hlut í formennskukjöri Frjálslynda flokksins, þar sem Tony Abbott hlaut einu atkvæði fleira en hann. Var þá talið að afstaða Turnbull til loftslagsmála hafi einna helst leitt til sigurs Abbotts.Fjórði forsætisráðherrann frá 2013 Turnbull verður fjórði maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2013. Kevin Rudd bolaði Juliu Gillard úr sæti formanns Verkamannaflokksins og þar með embætti forsætisráðherra í júní 2013, nokkrum mánuðum áður en Abbott og Frjálslyndi flokkurinn unnu sigur í kosningum. Árið 2010 hafði Gillard sjálf sigrað Rudd, sitjandi formann Verkamannaflokksins, í formannskjöri. Síðasti maðurinn til að sitja heilt kjörtímabil í embætti forsætisráðherra var John Howard sem lét af völdum árið 2007. Turnbull er giftur Lucy Turnbull, áður Hughes, sem varð fyrsti kvenkyns borgarstjóri Sydney-borgar árið 2003. Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu eftir að hafa hlotið fleiri atkvæði en Tony Abbott forsætisráðherra í formannskjöri Frjálslynda flokksins fyrr í dag.Í frétt BBC segir að Turnbull þyki hæfur ráðherra, mælskur og vel liðinn þvert á flokkslínur. Hann hefur gegnt embætti ráðherra fjarskiptamála frá árinu 2013. Frjálslyndi flokkurinn í Ástralíu er íhaldssamur flokkur, en Turnbull er þekktur fyrir frjálslyndar skoðanir sínar, meðal annars þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Þá styður hann aðgerðir ríkja til að bregðast megi við loftslagsbreytingum. Þessar skoðanir Turnbull eru ekki líklegar til að falla hægrisinnuðustu flokksmönnum Frjálslynda flokksins í geð og óttast þeir að flokkurinn muni breyta um stefnu í fjölda mikilvægra mála.Einn ríkasti þingmaðurinnVinsældir Abbott höfðu minnkað mikið síðustu mánuði og sagði Turnbull ljóst að Frjálslyndi flokkurinn myndi bíða lægri hlut í þingkosningunum á næsta ári, yrði ekki skipt um mann í brúnni.Tony Abbott var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins árið 2009.Vísir/EPATurnbull hefur áður starfað sem lögmaður og viðskiptamaður og er einn ríkasti þingmaður landsins. Hann ólst upp í úthverfi Sydney af einstæðu foreldri, stundaði laganám í Sydney-háskóla og aflaði sér svo frekari menntunar í Oxford í Englandi. Til að byrja með starfaði hann sem fréttamaður, meðal annars hjá Sunday Times í Bretlandi, áður en hann hóf starf sem lögmaður. Á tíunda áratugnum auðgaðist hann mikið eftir að hafa stofnað eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins á þeim tíma, OzEmail.Kjörinn á þing 2004Turnbull var kjörinn á þing árið 2004 í kjördæminu Wentworth. Hann var fljótur að komast til metorða innan Frjálslynda flokksins, þar sem hann gegndi stuttlega embætti umhverfis- og vatnsauðlindaráðherra í ríkisstjórn John Howard áður en Verkamannaflokkurinn náði völdum árið 2007. Árið 2008 var Turnbull kjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ári síðar beið hann hins vegar lægri hlut í formennskukjöri Frjálslynda flokksins, þar sem Tony Abbott hlaut einu atkvæði fleira en hann. Var þá talið að afstaða Turnbull til loftslagsmála hafi einna helst leitt til sigurs Abbotts.Fjórði forsætisráðherrann frá 2013 Turnbull verður fjórði maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2013. Kevin Rudd bolaði Juliu Gillard úr sæti formanns Verkamannaflokksins og þar með embætti forsætisráðherra í júní 2013, nokkrum mánuðum áður en Abbott og Frjálslyndi flokkurinn unnu sigur í kosningum. Árið 2010 hafði Gillard sjálf sigrað Rudd, sitjandi formann Verkamannaflokksins, í formannskjöri. Síðasti maðurinn til að sitja heilt kjörtímabil í embætti forsætisráðherra var John Howard sem lét af völdum árið 2007. Turnbull er giftur Lucy Turnbull, áður Hughes, sem varð fyrsti kvenkyns borgarstjóri Sydney-borgar árið 2003.
Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21
Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12