Fótbolti

Memphis tapaði á gamla heimavellinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hector Moreno var áberandi í kvöld.
Hector Moreno var áberandi í kvöld. Vísir/getty
Manchester United byrjaði Meistaradeildina á tapi í kvöld, en liðið lá í valnum gegn PSV Eindhoven á útivelli, 2-1.

United tapaði ekki bara bara leiknum heldur missti það Luke Shaw, vinstri bakvörð liðsins, í slæm meiðsli, en hann fótbrotaði í leiknum.

Memphis Depay kom gestunum aftur á móti yfir, 1-0, á sínum gamla heimavelil með algjörlega frábæru marki.

PSV jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleik, en markið skoraði Hector Moreno með skalla eftir hornspyrnu. Moreno var einmitt maðurinn sem varð valdur að fótbroti Shaw.

Í seinni hálfleik tryggði hollenski landsliðsmaðurinn Luciano Narsingh PSV sigurinn með skallamarki eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri, 2-1.

Ekki gott kvöld fyrir Louis van Gaal og lærisveina hans í Eindhoven en frábær sigur Hollandsmeistaranna eftir að lenda undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×