Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00