Fé verður sett í að framleiða námsefni á táknmáli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 21:45 Mörg dæmi eru um að fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi flutt úr landi á síðustu þrjátíu árum. Menntamálaráðherra viðurkennir vandann og ætlar að auka fé til Samskiptamiðstöðvar svo hægt sé að hefja vinnu við að búa til námsefni á táknmáli. Í fréttum okkar undanfarið höfum við greint frá stöðu heyrnalausra barna á Íslandi, en þau fá ekki námsefni á táknmáli. Í sumar fluttu tvær sex manna íslenskar fjölskyldur til Danmerkur vegna skorts á þjónustu við heyrnalausa fjölskyldumeðlimi. Raunar hafa í gegnum tíðin verið fjölmörg dæmi um að fjölskyldur heyrnalausra barna flytji úr landi. Þar á meðal er fjölskylda Ernu Hilmarsdóttur.„Við ákváðum það eftir að vera búin að berjast í bökkum hér í skólakerfinu að flytja með drenginn okkar til Danmerkur. Við höfðum fréttir frá öðrum sem höfðu gert þetta áður og gátum náttúrlega borið okkur upp við þau og það var niðurstaðan. Við förum 2005 með hann 14 ára gamlan, og svo má alltaf spekúlera um hvort það hefði verið betra að fara fyrr,“ segir hún. Erna flutti heim fyrir skömmu en Atli sonur hennar varð eftir í Danmörku. „Þarna er bara miklu betur utan um þetta haldið heldur en var í boði hér, því miður“. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist vera meðvitaður um að þessi vandi hafi verið til staðar um langa hríð. Því hafi tíu milljónir verið settar aukalega til Samskiptamiðstöðvar í fjárlögum næsta árs. „Ég sé eftir öllum þeim sem flytja héðan þannig að já, það er auðvitað óásættanlegt fyrir okkur. Þessi börn eiga sinn rétt og þau eiga að geta notið menntunar. Þannig að þessi langi tími sem hefur liðið án þess að þarna hafi verið gerð nein sérstök bragarbót á , við þurfum að breyta því, við þurfum að takast á við þetta núna,“ segir hann. Formaður foreldrafélags heyrnalausra barna telur að 15 milljónir á ári nægi til að framleiða námsefnið sem þarf. „Ég er ekki hér að segja að við höfum unnið eitthvað stórkostlegt þrekvirki með því að bæta þarna tíu milljónum við en það er allavega skref sem við höfum tekið í þessa átt. Við erum að viðurkenna það að þessi vandi er uppi og að það þurfi að gera eitthvað í þessu,“ segir Illugi. Tengdar fréttir "Þetta var það eina í stöðunni“ Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. 14. september 2015 19:15 Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30 "Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. 18. ágúst 2015 20:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06 Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Mörg dæmi eru um að fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi flutt úr landi á síðustu þrjátíu árum. Menntamálaráðherra viðurkennir vandann og ætlar að auka fé til Samskiptamiðstöðvar svo hægt sé að hefja vinnu við að búa til námsefni á táknmáli. Í fréttum okkar undanfarið höfum við greint frá stöðu heyrnalausra barna á Íslandi, en þau fá ekki námsefni á táknmáli. Í sumar fluttu tvær sex manna íslenskar fjölskyldur til Danmerkur vegna skorts á þjónustu við heyrnalausa fjölskyldumeðlimi. Raunar hafa í gegnum tíðin verið fjölmörg dæmi um að fjölskyldur heyrnalausra barna flytji úr landi. Þar á meðal er fjölskylda Ernu Hilmarsdóttur.„Við ákváðum það eftir að vera búin að berjast í bökkum hér í skólakerfinu að flytja með drenginn okkar til Danmerkur. Við höfðum fréttir frá öðrum sem höfðu gert þetta áður og gátum náttúrlega borið okkur upp við þau og það var niðurstaðan. Við förum 2005 með hann 14 ára gamlan, og svo má alltaf spekúlera um hvort það hefði verið betra að fara fyrr,“ segir hún. Erna flutti heim fyrir skömmu en Atli sonur hennar varð eftir í Danmörku. „Þarna er bara miklu betur utan um þetta haldið heldur en var í boði hér, því miður“. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist vera meðvitaður um að þessi vandi hafi verið til staðar um langa hríð. Því hafi tíu milljónir verið settar aukalega til Samskiptamiðstöðvar í fjárlögum næsta árs. „Ég sé eftir öllum þeim sem flytja héðan þannig að já, það er auðvitað óásættanlegt fyrir okkur. Þessi börn eiga sinn rétt og þau eiga að geta notið menntunar. Þannig að þessi langi tími sem hefur liðið án þess að þarna hafi verið gerð nein sérstök bragarbót á , við þurfum að breyta því, við þurfum að takast á við þetta núna,“ segir hann. Formaður foreldrafélags heyrnalausra barna telur að 15 milljónir á ári nægi til að framleiða námsefnið sem þarf. „Ég er ekki hér að segja að við höfum unnið eitthvað stórkostlegt þrekvirki með því að bæta þarna tíu milljónum við en það er allavega skref sem við höfum tekið í þessa átt. Við erum að viðurkenna það að þessi vandi er uppi og að það þurfi að gera eitthvað í þessu,“ segir Illugi.
Tengdar fréttir "Þetta var það eina í stöðunni“ Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. 14. september 2015 19:15 Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30 "Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. 18. ágúst 2015 20:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06 Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
"Þetta var það eina í stöðunni“ Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. 14. september 2015 19:15
Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30
"Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. 18. ágúst 2015 20:00
Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06
Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30