Innlent

Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Viktor Karl Karlsson er 8 ára. Hann fæddist heyrnarlaus.
Viktor Karl Karlsson er 8 ára. Hann fæddist heyrnarlaus. vísir
Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. Annar drengurinn sem um ræðir heitir Viktor Karl Karlsson og er átta ára, en hann fæddist heyrnalaus.

Kristján Bjarnason og Halla Hallgrímsdóttir, foreldrar Viktors, telja hann ekki hafa fengið þá þjónustu sem hann þurfti hér og sáu þann kost vænlegastan að flytja af landi brott með hann og þrjú yngri systkini. Auk þess sem námsefni á hans móðurmáli vantaði fékk hann ekki félagslegan stuðning á Íslandi. Aðra sögu er að segja í Danmörku.

„Að það þurfi að vera að berjast fyrir því að fá túlkasjóð, þurfa að berjast fyrir því að fá námsefni er ömurlegt. Við ákváðum að fara því bara eitthvert þar sem þetta er í lagi. Tíminn flýgur áfram og þó að þetta verði komið þegar hann er orðinn tíu, ellefu ára þá er hann búinn að missa af svo miklu. Þess vegna finnst okkur bara tvö, þrjú ár í einhverja baráttu sem maður veit ekkert hvort að skilar sér vera of langur tími,“ segir Kristján faðir Viktors Karls. Hann segir fleiri fjölskyldur heyrnarlausra barna á leið úr landi.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl 18.30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×