"Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 20:00 Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir. Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir.
Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30