"Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 20:00 Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir. Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir.
Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30