Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni 21. ágúst 2015 19:30 Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir að án námsefnisins fái börnin ekki þá menntun sem þau eiga rétt á og læri ekki að lesa og skilja námsefnið. Tungumálin jafnrétthá í lögumStöð tvö sagði frá því fyrr í vikunni að Andri Fannar Ágústsson, tólf ára fái ekki þau námsgögn sem hann þarf en Andri Fannar fæddist heyrnalaus og hans aðalmál er táknmál. Fjölskyldan höfðaði mál gegn ríkinu og sveitarfélaginu en því var vísað frá dómi. Í lögum frá 2011 segir þó: „Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Önnur málsókn er nú í undirbúningi. Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir mjög þröngan skilning á móðurmáli barnanna sem. Valgerður segir að fyrst þurfi börnin að læra námsefnið á táknmáli og síðan geti þau lært að lesa íslensku. Læra málið í gegnum augun en ekki eyrun„Börn sem eru heyrnarlaus tileinka sér ekki íslensku á máltökutímanum á sama hátt og börn sem heyra af því að íslenskan kemur í gegnum eyrun. Eina leiðin fyrir börn sem eru heyrnarlaus er í gegnum íslenskt táknmál eða í gegnum augun”, sagði Valgerður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að til þess að íslensk börn geti nýtt sér íslenskar námsbækur þá verða þau að vera búin að skilja hugtökin í til dæmis líffræði í gegnum íslenskt táknmál. Lestrarátakið nær ekki til heyrnarlausra barna„Og nú er átak menntamálaráðherra í lestri fyrir öll börn og til að heyrnalaus börn verði læs þá verða þau að fá góðan málþroska á íslensku táknmáli”, segir Valgerður ennfremur og að þessi hópur barna verði ekki var við þetta átak ráðherra.Ekkert stöðugildi eða fjárframlög er til staðar til þess að búa til námsefnið og hefur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra ekki vilja tjá sig um málið. Móðurmálið er táknmálValgerður segir að heyrnarlausi nemendurnir séu oft mjög einangraðir í skólanum vegna heyrnarleysisins og skorts á námsgögnum. Þau fái því ekki það nám sem þeir eiga rétt á. „Það sem vantar fyrst og fremst er skilningur fólks á því hvað er máltileinkun og máltaka og hvað móðurmálið er. Ég held að hugmyndafræði fólks um mál sé eins og við heyrum fólk oft segja að öll börn hljóti nú alla vega að geta lært að lesa sama hvað. En vandinn er að heyrnarlausa barnið verður að eiga móðurmál til þess að geta lesið og móðurmál þess er ekki íslenskra. Þannig að hann verður að læra íslensku á grundvelli sín tungumáls sem er íslenskt táknmál”, segir Valgerður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir að án námsefnisins fái börnin ekki þá menntun sem þau eiga rétt á og læri ekki að lesa og skilja námsefnið. Tungumálin jafnrétthá í lögumStöð tvö sagði frá því fyrr í vikunni að Andri Fannar Ágústsson, tólf ára fái ekki þau námsgögn sem hann þarf en Andri Fannar fæddist heyrnalaus og hans aðalmál er táknmál. Fjölskyldan höfðaði mál gegn ríkinu og sveitarfélaginu en því var vísað frá dómi. Í lögum frá 2011 segir þó: „Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Önnur málsókn er nú í undirbúningi. Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir mjög þröngan skilning á móðurmáli barnanna sem. Valgerður segir að fyrst þurfi börnin að læra námsefnið á táknmáli og síðan geti þau lært að lesa íslensku. Læra málið í gegnum augun en ekki eyrun„Börn sem eru heyrnarlaus tileinka sér ekki íslensku á máltökutímanum á sama hátt og börn sem heyra af því að íslenskan kemur í gegnum eyrun. Eina leiðin fyrir börn sem eru heyrnarlaus er í gegnum íslenskt táknmál eða í gegnum augun”, sagði Valgerður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að til þess að íslensk börn geti nýtt sér íslenskar námsbækur þá verða þau að vera búin að skilja hugtökin í til dæmis líffræði í gegnum íslenskt táknmál. Lestrarátakið nær ekki til heyrnarlausra barna„Og nú er átak menntamálaráðherra í lestri fyrir öll börn og til að heyrnalaus börn verði læs þá verða þau að fá góðan málþroska á íslensku táknmáli”, segir Valgerður ennfremur og að þessi hópur barna verði ekki var við þetta átak ráðherra.Ekkert stöðugildi eða fjárframlög er til staðar til þess að búa til námsefnið og hefur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra ekki vilja tjá sig um málið. Móðurmálið er táknmálValgerður segir að heyrnarlausi nemendurnir séu oft mjög einangraðir í skólanum vegna heyrnarleysisins og skorts á námsgögnum. Þau fái því ekki það nám sem þeir eiga rétt á. „Það sem vantar fyrst og fremst er skilningur fólks á því hvað er máltileinkun og máltaka og hvað móðurmálið er. Ég held að hugmyndafræði fólks um mál sé eins og við heyrum fólk oft segja að öll börn hljóti nú alla vega að geta lært að lesa sama hvað. En vandinn er að heyrnarlausa barnið verður að eiga móðurmál til þess að geta lesið og móðurmál þess er ekki íslenskra. Þannig að hann verður að læra íslensku á grundvelli sín tungumáls sem er íslenskt táknmál”, segir Valgerður
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira