Erlent

Flóttamenn brjóta sér leið inn í Króatíu

Atli Ísleifsson skrifar
Króatísk yfirvöld segja að flóttamenn verði að sækja um hæli í landinu eða þá vera flokkaðir sem ólöglegir innflytjendur.
Króatísk yfirvöld segja að flóttamenn verði að sækja um hæli í landinu eða þá vera flokkaðir sem ólöglegir innflytjendur.
Landamæraverðir og óreiðalögregla í Króatíu hafa neyðst til að stíga hliðar eftir að fleiri hundruð flóttamenn brutu sér leið inn í landið á landamærunum að Serbíu fyrr í dag.

Í frétt Sky News segir að rúmlega sex þúsund flóttamenn hafi komið inn í Króatíu það sem af er degi, en Ungverjar lokuðu landamærunum að Serbíu fyrr í dag.

Um tvö þúsund flóttamenn hafa safnast saman á lestarstöðinni í landamærabænum Tovarnik þar sem þeir freista þess að halda ferð sinni áfram.

Króatísk yfirvöld segja að flóttamenn verði að sækja um hæli í landinu eða þá vera flokkaðir sem ólöglegir innflytjendur.

Leiðtogar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á miðvikudaginn í næstu viku til að ræða flóttamannavandann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×