Innlent

Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. Einstaklingar með ofnæmi og/eða alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma eru ættu því að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun.

Fram kemur í viðvörun frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að klukkan hálf þrjú í dag hafi hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi mælst 146 míkrógrömm á rúmmetra og 181 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöð sem staðsett er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Um er að ræða ryk eða þurramistur sem berst af landinu til höfuðborgarinnar með austlægum áttum.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er búist við vætu í kringum miðnætti sem gæti dregið úr svifryki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×