Allt að 70 dauðsföll á Íslandi á ári vegna mengunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2015 15:06 Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt. Á Íslandi deyja á bilinu 30-70 á ári sökum mengunar. Viðar- og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Nature, sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði. Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári. Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að dauðsföll af völdum mengunar séu algengari á meðal fólks yfir miðjum aldrei en að sjúkdómar eins og malaría og alnæmi dragi meira af ungu fólki til dauða. „Almennt séð er staðreynd að loftmengun veldur ótímabærum dauðsföllum. Þá eru það sérstaklega hjartaáföll og heilablóðföll. Ef það koma háir mengunardagar þá er aukning á dauðsföllum af völdum þeirra sjúkdóma, dagana á eftir. Svo er líka annar þáttur sem er aukning á krabbameini. Þar sjá menn kannski ekki tengsl við ákveðna daga heldur eru þar einstaka mengunarefni sem eru há í ársmeðaltali.“ Þorsteinn segir loftgæði á Íslandi góð í samanburði við önnur ríki. Engu að síður deyja samkvæmt tölunum 18 Íslendingar á hverja 100 þúsund á ári sökum mengunar, miðað við loftgæðamælingar og gagna sem sýna fram á tengsl ryks við dauðsföll. „Það eru smá skekkjumörk í þessu þannig að við erum að tala um 30-70 ótímabær dauðsföll á Íslandi.“ Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki meðfram umferðargötum og bendir á að Íslendingar gætu lagt meira upp úr vistvænum samgöngum, til að bæta loftgæði hér á landi. Tengdar fréttir Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00 Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03 Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Meira en þrjár milljónir manna deyja á ári vegna mengunar utandyra, samkvæmt nýrri rannsókn. Það eru fleiri en látast af völdum alnæmis og malaríu samanlagt. Á Íslandi deyja á bilinu 30-70 á ári sökum mengunar. Viðar- og kolabrennsluofnar sem notaðir eru til að hita heimili og til eldunar eru stærstu orsakavaldarnir í Asíu, en rannsóknin, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Nature, sýnir að í Evrópu og Bandaríkjunum sé skýringa helst að finna í mikilli mengun sem kemur frá landbúnaði. Langflest dauðsföllin eiga sér stað í Kína, þar sem rannsóknin leiðir í ljós að 1,4 milljón manna látist af völdum mengunar á ári. Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að dauðsföll af völdum mengunar séu algengari á meðal fólks yfir miðjum aldrei en að sjúkdómar eins og malaría og alnæmi dragi meira af ungu fólki til dauða. „Almennt séð er staðreynd að loftmengun veldur ótímabærum dauðsföllum. Þá eru það sérstaklega hjartaáföll og heilablóðföll. Ef það koma háir mengunardagar þá er aukning á dauðsföllum af völdum þeirra sjúkdóma, dagana á eftir. Svo er líka annar þáttur sem er aukning á krabbameini. Þar sjá menn kannski ekki tengsl við ákveðna daga heldur eru þar einstaka mengunarefni sem eru há í ársmeðaltali.“ Þorsteinn segir loftgæði á Íslandi góð í samanburði við önnur ríki. Engu að síður deyja samkvæmt tölunum 18 Íslendingar á hverja 100 þúsund á ári sökum mengunar, miðað við loftgæðamælingar og gagna sem sýna fram á tengsl ryks við dauðsföll. „Það eru smá skekkjumörk í þessu þannig að við erum að tala um 30-70 ótímabær dauðsföll á Íslandi.“ Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki meðfram umferðargötum og bendir á að Íslendingar gætu lagt meira upp úr vistvænum samgöngum, til að bæta loftgæði hér á landi.
Tengdar fréttir Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00 Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03 Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. 16. apríl 2015 20:00
Styrkur svifryks yfir heilsuverndarmörkum Hækkuð gildi svifryks hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í dag. 15. júní 2015 15:03
Rannsaka þarf tengsl svifryks og andláta Mjög brýnt er að rannsaka hvaða áhrif svifryksmengun hefur á heilsu fólks hér á landi og ótímabær andlát í tengslum við mengunina, segir Vilhjálmur Rafnsson prófessor í Læknisfræði. 17. apríl 2015 20:00