Biskupar segja að okkur beri að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 16:33 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/GVA Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Sjá meira
Biskupar Þjóðkirkjunnar hvetja allt kirkjufólk til að bregðast fljótt og af hlýju við þeim mikla vanda er við blasir varðandi flótta fólks frá heimalandi sínu. „Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur, segir í sameiginlegri tilkynningu frá þeim Agnesi M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskup í Skálholti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum. „Hin kristna köllun gagnvart náunga okkar birtist í orðum Jesú þar sem hann segir: “Því að hungraður var ég og þið gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þið gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þið hýstuð mig, nakinn og þið klædduð mig, sjúkur var ég og þið vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þið komuð til mín. Allt sem þið gerið einum minna minnstu bræðra og systra það gerið þið mér.” (Matt. 25. 35-36, 40b) Móðir Teresa hafði þessi orð í huga þegar hún gekk um á milli hinna fátæku í Kalkútta. Hún sá ásjónu Jesú í andlitum hinna stéttlausu sem lágu í göturæsinu. Sem aldrei fyrr beinast þessi orð beinlínis að okkur. Tugþúsundir eru á flótta og í leit að nýjum heimkynnum. Það er þakkar - og gleðiefni að meiri hluti þjóðarinnar vill bregðast vel við og taka vel á móti þeim sem hingað leita. Okkur ber að taka með kærleika á móti flóttafólki í neyð þeirra, hver svo sem staða þeirra er, aldur kyn eða trú. Þau eru að kristnum skilningi okkar eigin systkin; öll elskuð af Guði sem skapaði þau eins og hann skapaði okkur. Því viljum við hvetja söfnuði landsins til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flóttafólki til hjálpar eftir þeim mætti sem þeir ráða við, hver á sínum stað. Söfnuðir eru hvattir til að vinna með sveitastjórnum sínum, og hjálparsamtökum sem skipuleggja móttöku flóttafólksins, en einnig að taka frumkvæði í að styðja einstaklinga, börn og aldraða sem orðið hafa fyrir ólýsanlegum hremmingum. Sýnum kærleikann í verki og verum öll með í þessari stóru köllun samtímans,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Sjá meira