Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2015 16:58 Einar Örn Adolfsson. Vísir Réttað verður að nýju yfir Einari Erni Adolfssyni og Finni Snæ Guðjónssyni sem voru í maí í fyrra dæmdir í sex ára fangelsi fyrir innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ástæðan er sú að dómari sem dæmdi þá til fangelsisvistar á sínum tíma hafði áður tekið afstöðu til gæsluvarðhalds yfir þeim. Var hann metinn vanhæfur til að fella dóminn og verður málið því tekið fyrir í héraðsdómi að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Einar var tekinn í skoðun af tollverði í ágúst 2011 við komuna frá Danmörku. Fundust í farangri Einars 30.225 e-töflur. Hann fór til Gautaborgar, svo til Kaupmannahafnar og loks Amsterdam þar sem hann tók við efnunum. Finnur Snær fékk Einar Örn til verksins en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi veitt Einari leiðbeiningar um ferðatilhögun, afhenti honum síma, símkort og greiðslukort sitt til að greiða ferðakostnað og uppihald.Frétt Stöðvar 2 af fangelsisdómnum frá í maí 2014 má sjá hér að neðan. Einar Örn burðardýr Finnur Snær neitaði sök í héraðsdómi en Einar Örn játaði sinn þátt. Sagðist hann hafa talið sig vera að sækja eitt kíló af kókaíni en hafi orðið ljóst við afhendingu ferðatöskunnar með efninu að um meira magn væri að ræða. Þá hefði hann talið of seint að hætta við. Dómurinn taldi sannað að Einar Örn hefði verið burðardýr. Dómur var kveðinn upp yfir þeim Einari Erni og Finni Snæ í maí 2014 eða tæpum þremur árum eftir að þeir brutu af sér. Einar Örn ræddi málin í Íslandi í dag haustið eftir að dómur féll þar sem fram kom að hann óttaðist mest að missa af uppvaxtarárum barns síns.Ísland í dag tók hús á Einari Erni í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tengdar fréttir Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út. 26. maí 2014 19:44 Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00 Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Réttað verður að nýju yfir Einari Erni Adolfssyni og Finni Snæ Guðjónssyni sem voru í maí í fyrra dæmdir í sex ára fangelsi fyrir innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ástæðan er sú að dómari sem dæmdi þá til fangelsisvistar á sínum tíma hafði áður tekið afstöðu til gæsluvarðhalds yfir þeim. Var hann metinn vanhæfur til að fella dóminn og verður málið því tekið fyrir í héraðsdómi að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Einar var tekinn í skoðun af tollverði í ágúst 2011 við komuna frá Danmörku. Fundust í farangri Einars 30.225 e-töflur. Hann fór til Gautaborgar, svo til Kaupmannahafnar og loks Amsterdam þar sem hann tók við efnunum. Finnur Snær fékk Einar Örn til verksins en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi veitt Einari leiðbeiningar um ferðatilhögun, afhenti honum síma, símkort og greiðslukort sitt til að greiða ferðakostnað og uppihald.Frétt Stöðvar 2 af fangelsisdómnum frá í maí 2014 má sjá hér að neðan. Einar Örn burðardýr Finnur Snær neitaði sök í héraðsdómi en Einar Örn játaði sinn þátt. Sagðist hann hafa talið sig vera að sækja eitt kíló af kókaíni en hafi orðið ljóst við afhendingu ferðatöskunnar með efninu að um meira magn væri að ræða. Þá hefði hann talið of seint að hætta við. Dómurinn taldi sannað að Einar Örn hefði verið burðardýr. Dómur var kveðinn upp yfir þeim Einari Erni og Finni Snæ í maí 2014 eða tæpum þremur árum eftir að þeir brutu af sér. Einar Örn ræddi málin í Íslandi í dag haustið eftir að dómur féll þar sem fram kom að hann óttaðist mest að missa af uppvaxtarárum barns síns.Ísland í dag tók hús á Einari Erni í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út. 26. maí 2014 19:44 Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45 Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00 Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45 Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út. 26. maí 2014 19:44
Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Einar Örn Adolfsson segist ekki vera sami maður og hann var þegar hann var 17 ára. 25. maí 2014 19:45
Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00
Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu Hrefnu og Einar Örn. 5. maí 2015 21:45
Ísland í dag: Hræddur um að missa af fyrstu árum frumburðarins Einar Örn Adolfsson var dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi 17 ára 8. september 2014 20:00