Innlent

Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni

Stígur Helgason skrifar
Pilturinn var stöðvaður í Leifsstöð með um þrjátíu þúsund e-töflur í farangri sínum. Hann segist hafa haldið að hann væri að smygla kókaíni.
Pilturinn var stöðvaður í Leifsstöð með um þrjátíu þúsund e-töflur í farangri sínum. Hann segist hafa haldið að hann væri að smygla kókaíni.

Nítján ára piltur, sem ákærður er fyrir að flytja til landsins um 30 þúsund e-töflur síðsumars 2011, játaði að hluta sök við þingfestingu málsins í gær. Hann sagðist þó hafa haldið að hann væri að flytja inn eitt kíló af kókaíni.

Tæp tvö ár eru síðan málið kom upp. Þá greindi Fréttablaðið frá því að sautján ára piltur hefði verið gripinn með efnin falin í farangri sínum í Leifsstöð við komuna frá Kaupmannahöfn.

Pilturinn, Einar Örn Adolfsson, hefur nú loksins verið ákærður fyrir smyglið eftir volk í kerfinu – málið hefur meðal annars verið sent aftur til rannsóknar hjá lögreglu.

Annar maður, hinn 21 árs gamli Finnur Snær Guðjónsson, er ákærður fyrir skipulagningu smyglsins en neitaði sök við þingfestinguna í gær.

Þriðji maðurinn er einnig ákærður fyrir að skipuleggja smyglið. Hann er þeirra elstur, 32 ára, og heitir Einar Sigurður Einarsson. Hann var ekki viðstaddur þingfestinguna í gær þar sem hann er staddur erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×