Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 19:45 „Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels