Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2014 19:44 Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“ Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira