Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Ásgeir Erlendsson skrifar 5. maí 2015 21:45 Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira