Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Ásgeir Erlendsson skrifar 5. maí 2015 21:45 Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira