Bretland mun taka á móti þúsundum flóttamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2015 11:23 Sýrlenskir flóttamenn sem hafa komist hafa yfir til Tyrklands. vísir/getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30
Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58
Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00