Aukna fjárveitingu þarf í málefni flóttafólks hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. september 2015 14:07 Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló. Flóttamenn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló.
Flóttamenn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira