Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2015 08:00 Á lestarstöðinni Keleti í Búdapest hefur fjöldi flóttafólks þurft að vera síðustu daga. Myndin er tekin á lestarstöðinni í gær. Fólkið er fullt af ótta að sögn Höskuldar Kára Schram fréttamanns sem staddur er í Búdapest. vísir/björn einarsson „Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“ Flóttamenn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“
Flóttamenn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira