Fótbolti

Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn íslenska landsliðsins.
Leikmenn íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm
Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu.

Það var vitað fyrir leikinn að jafntefli myndi duga liðinu til þess að bóka sæti sitt á Evrópumótin sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. Eftir leikinn hefur Ísland unnið sex leiki, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik af átta.

Slóvenía var áður fyrr minnsta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni EM þegar þjóðin komst inn á Evrópumótið 2000 sem fór fram í Belgíu og Hollandi en á síðasta ári voru tæplega 2 milljónir manns sem bjuggu í Slóveníu.

Fámennustu þjóðirnar sem hafa komist á EM (Tölur frá CIA World Factbook)

Ísland (317, 351)

Slóvenía (1,988,292)

Lettland (2,165,165)

Króatía(4,470,534)

Írland (4,832,765)


Tengdar fréttir

Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli.

Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli

Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×