Met Elísabetar Bretadrottningar: „Hefur verið klettur stöðugleika í síbreytilegum heimi“ Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 9. september 2015 10:52 Mikill mannfjöldi var saman kominn á Waverley-lestarstöðinni í Edinborg í morgun þegar drottningin kom til borgarinnar. Vísir/AFP Elísabet II Bretadrottning verður síðar í dag sá þjóðhöfðingi Breta sem lengst hefur setið á valdastóli. Hún slær þá met langalangaömmu sinnar, Viktoríu drottningar. Þetta gerist klukkan 16:30 að íslensku tíma en þá verður hún búin að sitja á drottningarstóli í 63 ár og sjö mánuði, eða 23,226 daga, sextán klukkustundir og um það bil 30 mínútur.Sinnir embættisverkum í SkotlandiDrottningin, sem er 89 ára gömul, mun sinna opinberum embættisstörfum í Skotlandi þegar þessi merki áfangi næst. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Waverley-lestarstöðinni í Edinborg í morgun þar sem lestarinnar með drottningu um borð var beðið. Veður setti þó strik í reikninginn og seinkaði komunni um einhverjar mínútur. Störfum neðri deildar breska þingsins verður hætt í um hálftíma síðar í dag þegar David Cameron forsætisráðherra hyggst flytja tölu og hylla drottninguna. Cameron tísti fyrr í dag að síðustu 63 árin hafi drottningin verið „klettur stöðugleika í síbreytilegum heimi“.Tilviljun örlaganna Núverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki fæddur þegar Elísabet varð drottning og má segja að hún hafi gengið með þjóð sinni í gegnum alla nútímasögu Evrópu. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 þegar faðir hennar, Georg VI, féll frá. Segja má að Elísabet hafi í raun orðið drottning fyrir tilviljun örlaganna vegna þess að faðir hennar átti í fyrstu aldrei að verða konungur. Þegar föðurbróðir hennar Játvarður áttundi afsalaði sér konungstign vegna sambands hans við Wallis Simpson tók faðir Elísabetar við krúnunni og varð þá Georg sjötti. Hann lést fimmtán árum síðar og Elísabet varð drottning aðeins 25 ára gömul í febrúar 1952 og krýnd í júní ári síðar. Þá var Winston Churchill forsætisráðherra sem var hlýtt til drottningarinnar. Þar á eftir komu Wilson og Margaret Thacher svo dæmi séu tekin af þeim tólf forsætisráðherrum sem hafa þjónað henni, nú síðast Cameron en fjórtán ár voru í fæðingu hans þegar Elísabet varð drottning.Móðir Elísabetar varð 102 ára „Ég lýsi yfir frammi fyrir ykkur öllum að allt mitt líf, hvort sem það verður langt eða stutt, mun ég tileinka þjónustu við ykkur og fjölskyldu þess mikla heimsveldisins sem við tilheyrum,“ sagði Elísabet II í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu. Og það gæti orðið langur tími því móðir hennar og nafna varð 102 ára en drottningin, sem nú er 89 ára, hefur sagt að starf hennar sé ævistarf. Hún gæti því átt eftir að ríkja í rúman áratug í viðbót. Tíu menn hafa verið forseti Bandaríkjanna á valdatíma Elísabetar og hún hefur hitt þá alla, eins og vandræðatólið Nixon, Hollywood leikarann Ronald Reagan sem hún fór í útreiðartúr með, Bush feðgana George eldra og yngri, Bill Clinton og núna síðast Barack Obama. Þá hafa níu menn setið á páfastóli í valdatíð hennar.Aðlaga sig breyttum tímum Simon Lewis, fyrrverandi upplýsingafulltrúi drottningarinnar, sagði nýlega að konungsfjölskyldunni hafi tekist að aðlaga sig breyttum tímum og komist í gegnum margar tilvistarkreppur, aðallega vegna hæfileika drottningarinnar. Sú alvarlegasta hafi verið skilnaðir barna hennar og dauði Díönu prinsessu.Millions of people across Britain will today mark the historic moment when Queen Elizabeth becomes our longest serving monarch (1/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 Her Majesty has been a rock of stability in a world of constant change, earning admiration for her selfless sense of service & duty (2/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 It is only right that we should celebrate her extraordinary record, as well as the grace & dignity with which she serves our country (3/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Elísabet II Bretadrottning verður síðar í dag sá þjóðhöfðingi Breta sem lengst hefur setið á valdastóli. Hún slær þá met langalangaömmu sinnar, Viktoríu drottningar. Þetta gerist klukkan 16:30 að íslensku tíma en þá verður hún búin að sitja á drottningarstóli í 63 ár og sjö mánuði, eða 23,226 daga, sextán klukkustundir og um það bil 30 mínútur.Sinnir embættisverkum í SkotlandiDrottningin, sem er 89 ára gömul, mun sinna opinberum embættisstörfum í Skotlandi þegar þessi merki áfangi næst. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Waverley-lestarstöðinni í Edinborg í morgun þar sem lestarinnar með drottningu um borð var beðið. Veður setti þó strik í reikninginn og seinkaði komunni um einhverjar mínútur. Störfum neðri deildar breska þingsins verður hætt í um hálftíma síðar í dag þegar David Cameron forsætisráðherra hyggst flytja tölu og hylla drottninguna. Cameron tísti fyrr í dag að síðustu 63 árin hafi drottningin verið „klettur stöðugleika í síbreytilegum heimi“.Tilviljun örlaganna Núverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki fæddur þegar Elísabet varð drottning og má segja að hún hafi gengið með þjóð sinni í gegnum alla nútímasögu Evrópu. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 þegar faðir hennar, Georg VI, féll frá. Segja má að Elísabet hafi í raun orðið drottning fyrir tilviljun örlaganna vegna þess að faðir hennar átti í fyrstu aldrei að verða konungur. Þegar föðurbróðir hennar Játvarður áttundi afsalaði sér konungstign vegna sambands hans við Wallis Simpson tók faðir Elísabetar við krúnunni og varð þá Georg sjötti. Hann lést fimmtán árum síðar og Elísabet varð drottning aðeins 25 ára gömul í febrúar 1952 og krýnd í júní ári síðar. Þá var Winston Churchill forsætisráðherra sem var hlýtt til drottningarinnar. Þar á eftir komu Wilson og Margaret Thacher svo dæmi séu tekin af þeim tólf forsætisráðherrum sem hafa þjónað henni, nú síðast Cameron en fjórtán ár voru í fæðingu hans þegar Elísabet varð drottning.Móðir Elísabetar varð 102 ára „Ég lýsi yfir frammi fyrir ykkur öllum að allt mitt líf, hvort sem það verður langt eða stutt, mun ég tileinka þjónustu við ykkur og fjölskyldu þess mikla heimsveldisins sem við tilheyrum,“ sagði Elísabet II í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu. Og það gæti orðið langur tími því móðir hennar og nafna varð 102 ára en drottningin, sem nú er 89 ára, hefur sagt að starf hennar sé ævistarf. Hún gæti því átt eftir að ríkja í rúman áratug í viðbót. Tíu menn hafa verið forseti Bandaríkjanna á valdatíma Elísabetar og hún hefur hitt þá alla, eins og vandræðatólið Nixon, Hollywood leikarann Ronald Reagan sem hún fór í útreiðartúr með, Bush feðgana George eldra og yngri, Bill Clinton og núna síðast Barack Obama. Þá hafa níu menn setið á páfastóli í valdatíð hennar.Aðlaga sig breyttum tímum Simon Lewis, fyrrverandi upplýsingafulltrúi drottningarinnar, sagði nýlega að konungsfjölskyldunni hafi tekist að aðlaga sig breyttum tímum og komist í gegnum margar tilvistarkreppur, aðallega vegna hæfileika drottningarinnar. Sú alvarlegasta hafi verið skilnaðir barna hennar og dauði Díönu prinsessu.Millions of people across Britain will today mark the historic moment when Queen Elizabeth becomes our longest serving monarch (1/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 Her Majesty has been a rock of stability in a world of constant change, earning admiration for her selfless sense of service & duty (2/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015 It is only right that we should celebrate her extraordinary record, as well as the grace & dignity with which she serves our country (3/3)— David Cameron (@David_Cameron) September 9, 2015
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira