Erlent

Elísabet lengst á valdastóli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Elísabet II fagnaði því í dag að hafa setið lengst allra þjóðhöfðingja Breta í valdastóli.
Elísabet II fagnaði því í dag að hafa setið lengst allra þjóðhöfðingja Breta í valdastóli. Vísir/EPA
Elísabet II Bretadrottning varð klukkan hálf sex síðdegis á breskum tíma sá þjóðhöfðingi Breta sem lengst hefur setið á valdastóli. Hún hefur slegið met langa-langa-ömmu sinnar, Viktoríu drottningu.

Klukkan hálf sex síðdegis var hún búin að sitja á drottningarstóli í 63 ár og sjö mánuði, eða 23,226 daga, sextán klukkustundir og um það bil 30 mínútur. Viktoría tók við krúnunni 18 ára, en Elísabet II þegar hún var 25 ára.

Á valdatíð Elísabetar hafa 12 forsætisráðherrar stjórnað Bretlandi. Móðir hennar Elísabet drottningamóðir lifði til 102 ára, því getur vel verið að Elísabet II muni ríkja í yfir 70 ár.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×