Erlent

Síðasti júlí hlýjasti mánuðurinn frá upphafi skráninga

Atli Ísleifsson skrifar
Ástæður hlýnunar eru sagðar vera loftslagsbreytingar og áhrifa veðurfyrirbrigðisins El Nino.
Ástæður hlýnunar eru sagðar vera loftslagsbreytingar og áhrifa veðurfyrirbrigðisins El Nino. Vísir/AFP
Síðasti júlímánuður var hlýjasti mánuður á jörðinni frá því að skráningar hófust. Vísindamenn bandarísku haf- og loftlagsstofnunarinnar (NOAA) segja meðalhitann á jörðinni hafa mælst 16,6 gráður í mánuðinum.

Í frétt BBC kemur fram að meðalhitinn hafi mælst 0,08 gráður hærri en fyrri metmánuðurinn sem var júlí 1998.

Sérfræðingar NOAA reikna með að 2015 verði jafnframt hlýjasta árið frá upphafi skráninga 1880. Í nýrri skýrslu NOAA segir að níu af tíu hlýjustu mánuðunum hafi verið árið 2005 eða síðar.

Ástæður hlýnunarinnar eru sagðar vera loftslagsbreytingar og áhrifa veðurfyrirbrigðisins El Nino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×