Erlent

Spænsk yfirvöld höfðu varað við manninum sem var yfirbugaður í lestinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. Vísir/Getty
Þungvopnaði maðurinn sem var yfirbugaður í lest í Frakklandi í í gærkvöldi er sagður hafa verið á lista yfirvalda yfir þá einstaklinga sem stafar af möguleg ógn. Innanríkisráðherra Frakka, Bernard Cazeneuve, segir yfirvöld telja þennan 26 ára gamla karlmann hafa tengsl við öfgasamtök íslamista.

Maðurinn var yfirbugaður af farþegum lestarinn, þar á meðal tveimur Bandaríkjamönnum sem eru í bandaríska hernum. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa hrósað framgöngu þeirra.

Cazaneuve lagði áherslu á að yfirvöld hefðu ekki enn staðfest með fullri vissu hver þessi maður er en sagði að miðað við þær upplýsingar sem hann hefði gefið upp við yfirheyrslur þá höfðu spænsk yfirvöld varað frönsk yfirvöld við honum í febrúar í fyrra.

Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni segja manninn vera Ayoub El-Khazzani sem er sagður hafa búið í Frakklandi, á Spáni og í Belgíu ásamt því að hafa ferðast til Sýrlands.




Tengdar fréttir

Hermenn í fríi yfirbuguðu árásarmanninn

Mildi þykir að aðeins þrír særðust í árás vopnaðs manns á franska hraðlest í gær. Bandarískir hermenn í lestinni forðuðu því að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×