Segir tímafrest óraunhæfan þegar farið er fram á nálgunarbann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. „Mér finnst það ekki fagleg stjórnsýsla ef hún þarf að fara aftur í gegnum sömu hlutina á nákvæmlega sömu forsendum,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um mál Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum sem hefur ofsótt hana um árabil. Kröfu hennar um nálgunarbann frá 6. júlí síðastliðnum vegna ítrekaðra ofsókna og fjölda sms-skilaboða frá manninum var vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn föstudag. Ástæða frávísunarinnar var sú að lögreglustjórinn virti ekki skýra tímafresti þegar hann fór fram á nálgunarbannið. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar í gær.Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Einn sólarhringur er bara ekki raunhæfur frestur og mér finnst lögin gölluð að þessu leyti. Það getur tekið meira en einn sólarhring að taka ákvörðun um nálgunarbann,“ segir Eyþór en í lögunum er kveðið á um sólarhringsfrest. „Lögreglustjórinn tekur stundum ákvörðun töluvert eftir að krafan kemur fram. Í þessu máli var fresturinn meira að segja liðinn þegar konan kom með símann til okkar til Akureyrar,“ segir Eyþór, en Ásdís býr á Þórshöfn og tók það hana meira en sólarhring að fara með símann sem sönnunargagn til Akureyrar frá því að hún óskaði eftir nálgunarbanni. Ásdís segir kerfið hafa brugðist sér margoft. „Þetta er alltaf sama sagan. Kerfið stendur með honum en ekki með mér. Það er hann sem er látinn njóta vafans.“ Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
„Mér finnst það ekki fagleg stjórnsýsla ef hún þarf að fara aftur í gegnum sömu hlutina á nákvæmlega sömu forsendum,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um mál Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum sem hefur ofsótt hana um árabil. Kröfu hennar um nálgunarbann frá 6. júlí síðastliðnum vegna ítrekaðra ofsókna og fjölda sms-skilaboða frá manninum var vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn föstudag. Ástæða frávísunarinnar var sú að lögreglustjórinn virti ekki skýra tímafresti þegar hann fór fram á nálgunarbannið. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar í gær.Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Einn sólarhringur er bara ekki raunhæfur frestur og mér finnst lögin gölluð að þessu leyti. Það getur tekið meira en einn sólarhring að taka ákvörðun um nálgunarbann,“ segir Eyþór en í lögunum er kveðið á um sólarhringsfrest. „Lögreglustjórinn tekur stundum ákvörðun töluvert eftir að krafan kemur fram. Í þessu máli var fresturinn meira að segja liðinn þegar konan kom með símann til okkar til Akureyrar,“ segir Eyþór, en Ásdís býr á Þórshöfn og tók það hana meira en sólarhring að fara með símann sem sönnunargagn til Akureyrar frá því að hún óskaði eftir nálgunarbanni. Ásdís segir kerfið hafa brugðist sér margoft. „Þetta er alltaf sama sagan. Kerfið stendur með honum en ekki með mér. Það er hann sem er látinn njóta vafans.“
Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Lögreglan klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann. Í meira en mánuð var ekkert aðhafst í kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Hann hefur ofsótt hana síðan árið 2011. 14. ágúst 2015 07:00
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30