Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. ágúst 2015 07:00 "Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir. Myndin er sviðsett. vísir/pjetur „Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“ Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
„Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira