Innlent

Líkfundur í Laxárdal: Kanna hvort líkið sé af frönskum ríkisborgara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Líkið er af ungum manni og fannst í Laxárdal fyrir viku síðan.
Líkið er af ungum manni og fannst í Laxárdal fyrir viku síðan. vísir/loftmyndir.is
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra kannar nú í samvinnu við frönsk lögregluyfirvöld hvort að líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum í seinustu viku geti verið af frönskum ríkisborgara sem kom hingað til lands í október á seinasta ári.

Þá er einnig unnið með rannsóknarstofu í Svíþjóð sem framkvæmir meðal annars DNA-greiningar fyrir sænsku kennslanefndina.

Nokkurn tíma getur tekið að fá staðfest auðkenni til að hægt sé að bera kennsl á hinn látna, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi, en lögreglan þar vinnur áfram úr ábendingum ásamt kennslanefndinni.

Það var göngufólk sem gekk fram á líkið af manninum fyrir viku síðan. Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni, um það bil 186 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×