Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2015 10:35 Lík mannsins fannst við Sauðdrápsgil, við hlið Fálkagils, í Laxárdál í Nesjum norður af Höfn í Hornafirði. Vísir/Loftmyndir.is Það var göngufólk sem gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líki mannsins í gær en engin niðurstaða er komin úr henni. Fyrir höndum er leit í gagnasöfnum hér heima og erlendis til að reyna að bera saman hvort finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir að ekki hafi enn verið borin kennsl á líkið af manninum. Hann segir kennslanefnd ríkislögreglustjóra nú vinna úr niðurstöðum krufningarinnar og því sem hún hefur fengið í hendurnar úr því. „Það er verið að fara yfir gagnasöfn hér heima og erlendis og reyna að bera saman hvort það finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman,“ segir Sveinn.Útiloka ekki neitt Hann segir í raun ekkert vitað hvernig andlát mannsins bar að og því ekki hægt að útiloka neitt. „Þar til við vitum ekkert fast í hendi þá útilokum við ekki neitt. Hvort þetta geta verið veikindi eða sjálfsvíg eða borið að með einhverjum voveiflegum hætti.“Laxárdalur í Nesjum er norður af Höfn í Hornafirði.Vísir/Loftmyndir.isEkki í alfaraleið Líkt og fyrr segir fannst líkið við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki er um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um líkfundinn á lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði klukkan 16:11 í fyrradag. Lögreglumenn á Höfn fóru þegar á vettvang. Landhelgisgæslan lagði til þyrlu til að flytja rannsóknarlögreglumann frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, lögreglumenn úr kennslanefnd ríkislögreglustjóra, rannsóknarlögreglumann frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarlækni á staðinn.Ungur maður með axlasítt hár Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni, um það bil 186 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“. Lögreglan segir að ætla megi að maðurinn hafi látist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Hún óskaði eftir ábendingum um málið ef einhverjar væru en Sveinn Kristján segir ekki margar hafa borist lögreglu. Er biðlað til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar að hringja inn í síma 842 4250. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Það var göngufólk sem gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líki mannsins í gær en engin niðurstaða er komin úr henni. Fyrir höndum er leit í gagnasöfnum hér heima og erlendis til að reyna að bera saman hvort finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir að ekki hafi enn verið borin kennsl á líkið af manninum. Hann segir kennslanefnd ríkislögreglustjóra nú vinna úr niðurstöðum krufningarinnar og því sem hún hefur fengið í hendurnar úr því. „Það er verið að fara yfir gagnasöfn hér heima og erlendis og reyna að bera saman hvort það finnast einhver fingraför eða sýni sem hægt er að bera saman,“ segir Sveinn.Útiloka ekki neitt Hann segir í raun ekkert vitað hvernig andlát mannsins bar að og því ekki hægt að útiloka neitt. „Þar til við vitum ekkert fast í hendi þá útilokum við ekki neitt. Hvort þetta geta verið veikindi eða sjálfsvíg eða borið að með einhverjum voveiflegum hætti.“Laxárdalur í Nesjum er norður af Höfn í Hornafirði.Vísir/Loftmyndir.isEkki í alfaraleið Líkt og fyrr segir fannst líkið við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki er um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um líkfundinn á lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði klukkan 16:11 í fyrradag. Lögreglumenn á Höfn fóru þegar á vettvang. Landhelgisgæslan lagði til þyrlu til að flytja rannsóknarlögreglumann frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, lögreglumenn úr kennslanefnd ríkislögreglustjóra, rannsóknarlögreglumann frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarlækni á staðinn.Ungur maður með axlasítt hár Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni, um það bil 186 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“. Lögreglan segir að ætla megi að maðurinn hafi látist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Hún óskaði eftir ábendingum um málið ef einhverjar væru en Sveinn Kristján segir ekki margar hafa borist lögreglu. Er biðlað til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar að hringja inn í síma 842 4250.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12