Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 19:32 Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna. Flóttamenn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna.
Flóttamenn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira