Tugir flóttamanna köfnuðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Lögreglan rannsakar flutningabifreiðina, sem er með ungverskar númeraplötur en merkt slóvakísku kjúklingafyrirtæki. Vísir/AP Allt að fimmtíu lík fundust í vörubifreið á þjóðvegi skammt frá Vínarborg í gær. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið flóttamenn frá Sýrlandi. Þeir hafi kafnað. Bifreiðin hafði líklega staðið í vegarkantinum frá því á miðvikudag. Í gærmorgun tóku starfsmenn austurrísku vegagerðarinnar, sem voru að slá gras, eftir því að vökvi var farinn að leka úr bílnum. Þeir gerðu lögreglu viðvart. Bifreiðin er með kælibúnaði og merkt kjúklingafyrirtæki í Slóvakíu, sem segist hafa selt þessa bifreið og tólf aðrar til Ungverjalands á síðasta ári. Kaupendunum sé ekki skylt að taka merkingarnar af. Austurríska lögreglan segir að allt kapp sé lagt á að hafa uppi á ökumanni bifreiðarinnar og þeim sem standa á bak við þennan fólksflutning. Á þriðjudag voru þrír menn handteknir við landamæri Austurríkis fyrir að reyna að smygla flóttafólki yfir til landsins. Ökumaðurinn hafði stöðvað bíl sinn á þjóðveginum og sagt flóttafólkinu að fara út. Alls voru 34 manns í þeim bíl og hefur fólkið sagt lögreglu að mikil þrengsli hafi verið í bílnum og fólk átt erfitt með að anda. „Þeir sem tala um harmleik í þessu sambandi, eru hræsnarar,“ hefur austurríska fréttasíðan Kurier eftir Heinz Patzelt, framkvæmdastjóra Amnesty International í Austurríki. „Þetta var fyrirsjáanlegt og hryllilegt fylgitjón og allir þeir sem í örvæntingu sinni halda fast í Dyflinnarkerfið, sem virkar ekki lengur, hafa af gáleysi sínu látið það viðgangast.“ Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem var stödd í Austurríki á leiðtogafundi Vestur-Balkanskagaríkja, sagðist miður sín vegna þessa máls: „Þetta brýnir okkur til að takast hratt á við fólksflutninga í anda Evrópu, það er að segja í anda samstöðu, og finna lausnir.“ Hún sagði Evrópuríkin vera auðug og hafa alla getu til þess að ráða við þessi mál: „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ sagði hún. Á fundinum gagnrýndu leiðtogar Balkanskagaríkja, ekki síst ráðamenn í Serbíu og Makedóníu, hve viðbrögð Evrópusambandsins við flóttamannastraumnum hafi verið lítil. Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Allt að fimmtíu lík fundust í vörubifreið á þjóðvegi skammt frá Vínarborg í gær. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið flóttamenn frá Sýrlandi. Þeir hafi kafnað. Bifreiðin hafði líklega staðið í vegarkantinum frá því á miðvikudag. Í gærmorgun tóku starfsmenn austurrísku vegagerðarinnar, sem voru að slá gras, eftir því að vökvi var farinn að leka úr bílnum. Þeir gerðu lögreglu viðvart. Bifreiðin er með kælibúnaði og merkt kjúklingafyrirtæki í Slóvakíu, sem segist hafa selt þessa bifreið og tólf aðrar til Ungverjalands á síðasta ári. Kaupendunum sé ekki skylt að taka merkingarnar af. Austurríska lögreglan segir að allt kapp sé lagt á að hafa uppi á ökumanni bifreiðarinnar og þeim sem standa á bak við þennan fólksflutning. Á þriðjudag voru þrír menn handteknir við landamæri Austurríkis fyrir að reyna að smygla flóttafólki yfir til landsins. Ökumaðurinn hafði stöðvað bíl sinn á þjóðveginum og sagt flóttafólkinu að fara út. Alls voru 34 manns í þeim bíl og hefur fólkið sagt lögreglu að mikil þrengsli hafi verið í bílnum og fólk átt erfitt með að anda. „Þeir sem tala um harmleik í þessu sambandi, eru hræsnarar,“ hefur austurríska fréttasíðan Kurier eftir Heinz Patzelt, framkvæmdastjóra Amnesty International í Austurríki. „Þetta var fyrirsjáanlegt og hryllilegt fylgitjón og allir þeir sem í örvæntingu sinni halda fast í Dyflinnarkerfið, sem virkar ekki lengur, hafa af gáleysi sínu látið það viðgangast.“ Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem var stödd í Austurríki á leiðtogafundi Vestur-Balkanskagaríkja, sagðist miður sín vegna þessa máls: „Þetta brýnir okkur til að takast hratt á við fólksflutninga í anda Evrópu, það er að segja í anda samstöðu, og finna lausnir.“ Hún sagði Evrópuríkin vera auðug og hafa alla getu til þess að ráða við þessi mál: „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ sagði hún. Á fundinum gagnrýndu leiðtogar Balkanskagaríkja, ekki síst ráðamenn í Serbíu og Makedóníu, hve viðbrögð Evrópusambandsins við flóttamannastraumnum hafi verið lítil.
Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira