„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 15:46 Guðmundur Steingrímsson. Vísir/Stefán „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“ Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“
Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira