Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 22:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum. Vísir/Völundur Jónsson Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39