Innlent

Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Sveinn
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur greint frá nafni mannsins sem lést í flugslysinu í gærkvöld er lítil flugvél fórst í Barkárdal inn af Hörgárdal í gær.

Maðurinn hét Arthur Grant Wagstaff og var kanadískur ríkisborgari fæddur árið 1959. Að ósk ættingja verða ekki gefnar frekari upplýsingar um hinn látna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.


Tengdar fréttir

Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur

Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður.

Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni

Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins.

Með alvarlega áverka eftir flugslysið

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×