Enginn unnið fleiri Evróputitla en Dani Alves Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 13:00 Brasilíumaðurinn Dani Alves vann Ofurbikarinn í fjórða sinn í gær. Vísir/EPA Barcelona vann í gær dramatískan 5-4 sigur á spænska liðinu Sevilla í ofurbikar UEFA þegar sigurvegararnir í Evrópukeppnunum tveimur mættust í árlegum leik sem að þessu sinni fór fram í Tbilisi í Georgíu. Brasilíumaðurinn Dani Alves var í liði Barcelona í gær og komst með sigrinum í úrvalshóp með Ítalanum Paolo Maldini og Hollendingnum Arie Haan. Enginn leikmaður hefur nú unnið fleiri Evróputitla með félagsliði en þessir þrír. Allir hafa þeir Dani Alves, Paolo Maldini og Arie Haan unnið níu Evróputitla á sínum ferli og ólíkt hinum þá ætti Dani Alves að eiga möguleika á ná þeim tíunda. Dani Alves hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á ferlinum, UEFA-bikarinn tvisvar sinnum og þetta var í fjórða sinn sem hann vinnur Ofurbikar Knattspyrnusambands Evrópu. Dani Alves vann þrjá fyrstu Evróputitla sína með Sevilla en hann lék með liðinu til ársins 2008. Frá árinu 2008 hefur Barcelona síðan unnið sex Evróputitla á átta tímabilum. Paolo Maldini vann Evrópukeppni meistaraliða (eða Meistaradeildina) fimm sinnum með AC Milan og Ofurbikarinn fjórum sinnum. Arie Haan vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með Ajax, Evrópukeppni bikarhafa tvisvar með Anderlecht og Ofurbikarinn fjórum sinnum. Dani Alves er 32 ára gamall og það leit út fyrir að hann væri á förum frá Barcelona snemma sumar þegar samningur hans var að renna út. Dani Alves skrifaði síðan undir nýjan tveggja ára samning við Katalóníufélagið í júní. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira
Barcelona vann í gær dramatískan 5-4 sigur á spænska liðinu Sevilla í ofurbikar UEFA þegar sigurvegararnir í Evrópukeppnunum tveimur mættust í árlegum leik sem að þessu sinni fór fram í Tbilisi í Georgíu. Brasilíumaðurinn Dani Alves var í liði Barcelona í gær og komst með sigrinum í úrvalshóp með Ítalanum Paolo Maldini og Hollendingnum Arie Haan. Enginn leikmaður hefur nú unnið fleiri Evróputitla með félagsliði en þessir þrír. Allir hafa þeir Dani Alves, Paolo Maldini og Arie Haan unnið níu Evróputitla á sínum ferli og ólíkt hinum þá ætti Dani Alves að eiga möguleika á ná þeim tíunda. Dani Alves hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á ferlinum, UEFA-bikarinn tvisvar sinnum og þetta var í fjórða sinn sem hann vinnur Ofurbikar Knattspyrnusambands Evrópu. Dani Alves vann þrjá fyrstu Evróputitla sína með Sevilla en hann lék með liðinu til ársins 2008. Frá árinu 2008 hefur Barcelona síðan unnið sex Evróputitla á átta tímabilum. Paolo Maldini vann Evrópukeppni meistaraliða (eða Meistaradeildina) fimm sinnum með AC Milan og Ofurbikarinn fjórum sinnum. Arie Haan vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með Ajax, Evrópukeppni bikarhafa tvisvar með Anderlecht og Ofurbikarinn fjórum sinnum. Dani Alves er 32 ára gamall og það leit út fyrir að hann væri á förum frá Barcelona snemma sumar þegar samningur hans var að renna út. Dani Alves skrifaði síðan undir nýjan tveggja ára samning við Katalóníufélagið í júní.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira