Þessir eru taldir líklegastir til að hreppa útnefningu Repúblikana Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 15:47 Donald Trump mælist nú með mest fylgi meðal þeirra sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP „Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
„Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira