Þýska liðið Werder Bremen er á höttunum á eftir Aroni Jóhannssyni framherja AZ Alkmaar en þetta fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi.
Félögin vinna nú að því að ná samkomulagi um kaupverð. AZ vill fimm milljónir evra en Werder Bremen er aðeins tilbúið til að borga fjórar milljónir. Arons biði það hlutverk að vera arftaki Argentínumannsins Franco di Santo
Aron, sem er bandarískur landsliðsmaður, hefur leikið með AZ frá árinu 2013 en þaðan kom hann frá AGF í Danmörku. Hann hefur skorað 29 mörk í 58 leikjum með félaginu.
Aron Jóhannsson á óskalista Werder Bremen

Tengdar fréttir

Aron með skemmtileg tilþrif á æfingu bandaríska landsliðsins | Myndband
Aron sýndi skemmtilega takta á æfingu bandaríska landsliðsins sem undirbýr sig undir leik gegn Jamaíka í undanúrslitum Gullbikarsins.

Ragnar og félagar standa vel að vígi | Aron lék seinni hálfleikinn með AZ
Fyrri leikirnir í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fara fram í kvöld.

Mark Arons í vítaspyrnukeppni dugði ekki til
Panama vann Bandaríkin í vítaspyrnukeppni í Gullbikarnum í leik um þriðja sætið, en mótið fer fram í Bandaríkjunum.