Fótbolti

Mark Arons í vítaspyrnukeppni dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leiknum í kvöld.
Aron í leiknum í kvöld. vísir/getty
Panama vann Bandaríkin í vítaspyrnukeppni í Gullbikarnum í leik um þriðja sætið, en mótið fer fram í Bandaríkjunum. Aron Jóhannsson spilai allan leikinn og skoraði meðal annars í vítaspyrnukeppni.

Staðan var markalaus í hálfleik, en í síðari hálfleik fóru hlutirnir að gerast. Roberto Nurse kom Panama yfir á 55. mínútu, en varamaðurinn Clint Dempsey jafnaði fyrir Bandararíkin þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og eftir framlenginguna var staðan enn 1-1. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Aron Jóhannsson spilaði allan leikinn fyrir Bandaríkin, og skoraði hann úr fyrstu vítaspyrnu Bandaríkjanna. Fabian Johnson, miðjumaður Bandaríkjanna, klikkaði einu vítinu, en Brad Guzen varði næsta víti.

Michael Bradley klikkaði næsta víti fyrir Bandaríkin, en Luis Mejia varði frá honum. Panama skoraði svo og Meija varði aftur víti, nú frá Michael Bradley. Panama hirti því bronsið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.