Fótbolti

Ragnar og félagar standa vel að vígi | Aron lék seinni hálfleikinn með AZ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar og félagar héldu hreinu gegn Slovan Bratislava.
Ragnar og félagar héldu hreinu gegn Slovan Bratislava. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Krasnodar sem vann 2-0 sigur á Slovan Bratislava í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Andreas Granqvist, félagi Ragnars í miðri vörn Krasnodar, kom rússneska liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Pavel Mamaev bætti svo öðru marki við úr vítaspyrnu á 59. mínútu.

Rússarnir eru í því góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram eftir viku.

Aron Jóhannsson kom inn á í hálfleik þegar AZ Alkmaar vann sigur á tyrkneska liðinu İstanbul Başakşehir með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli.

Jop van der Linden kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu á 17. mínútu og Vincent Janssen skoraði svo annað mark hollenska liðsins á 63. mínútu.

Þá sat Haukur Heiðar Hauksson allan tímann á varamannabekk AIK sem tapaði 1-3 á heimavelli fyrir gríska liðinu Atromitos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×