Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 11:15 Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. VÍSIR/ANTON BRINK Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira