Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts Linda Blöndal skrifar 5. júlí 2015 19:20 Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem veiktist af lifrarbólgu C við blóðgjöf hefur stefnt íslenska ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður konunnar segir að rök ríkisins um fjárskort standist ekki. Stöð 2 fjallaði um málið í fréttatíma kvöldsins, fréttina má sjá í myndbandinu hér að ofan á 8. mínútu. Stöð tvö sagði fyrr í sumar frá aðstæðum Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem smitaðist af lifrarbólgu C eftir blóðgjöf á sjúkrahúsi í Vestmannaeyjum við fæðingu dóttur sinnar árið 1983.Sjá einnig: Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur.Ákvörðun þín er spurning um líf eða dauða fyrir okkur, skrifaði einstæð móðir til heilbrigðisráðherra í maí. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. Stöð 2 fjallaði um málið og innslagið má sjá hér fyrir neðan.Við dauðans dyr í lyfjameðferð „Það er í janúar sem ég er stödd hér í Reykjavík sem ég verð rosalega veik. Ég fer á bráðamóttöku og lá þar inni í sólarhring og var í raun ekki hugað líf. Fæ fullt af blóði þar og fer svo aftur heim til Eyja og um miðjan janúar þá var ég flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur því ég var að detta út, var bara að deyja”, sagði Fanney í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í maí og að hún hefði fengið áfall þegar hún frétti stuttu síðar í fréttunum að það yrðu ekki afgreidd þau lyf á þessu ári sem hún þarfnast. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Lögmaður Fanneyjar krefst þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð.Sjá einnig: Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boðaMannréttindi ofar fjárlögum „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún. Hjördís segist ekki vita um nein mál hér á landi þar sem ríkið hefur verið dæmt til að láta sjúklingum í té lyf. „Það er gífurlega mikilvægt að fá úr þessu skorið, hvort að það megi synja fólki um nauðsynlega meðferð með vísan til fjárlaga. Við teljum að það standist ekki”. Hvort málið fái flýtimeðferð kemur í ljós eftir helgina. En talið er að allt að 40 einstaklingar séu í brýnni þörf fyrir samskonar meðferð og Fanney.Dóttir Fanneyjar, Tanja, smitaðist af móður sinni við fæðingu. Hún var svo lánsöm að halda lyfjameðferðina út en hún er í dag algerlega laus við sjúkdóminn. Þær mæðgur komu í viðtal til Stöðvar 2 í maí. Innslagið má sjá hér að neðan.Fordæmisgildi fyrir aðra Hvort málið gæti haft fordæmisgildi fyrir sjúklinga á annars konar lyfjum, segir Hjördís svo vera. „Alveg klárt mál. Það sker þá úr um það hvort það megi synja fólki á þessum grundvelli,” segir Hjördís. Málið eigi við alla sem séu sýktir af lifrarbólgu C en tekur fram að í tilfelli Fanneyjar beri ríkisvaldið sök. Sýktist á ríkisstofnun„Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi. Það er svo ríkið sem tekur meðvitaða ákvörðun um að leita hana ekki uppi þegar í ljós kemur að fólk hefur sýkst og nú synjar ríkið henni um þá meðferð sem hún þarf til þess að læknast af þessum sjúkdómi,” segir Hjördís. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem veiktist af lifrarbólgu C við blóðgjöf hefur stefnt íslenska ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður konunnar segir að rök ríkisins um fjárskort standist ekki. Stöð 2 fjallaði um málið í fréttatíma kvöldsins, fréttina má sjá í myndbandinu hér að ofan á 8. mínútu. Stöð tvö sagði fyrr í sumar frá aðstæðum Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem smitaðist af lifrarbólgu C eftir blóðgjöf á sjúkrahúsi í Vestmannaeyjum við fæðingu dóttur sinnar árið 1983.Sjá einnig: Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur.Ákvörðun þín er spurning um líf eða dauða fyrir okkur, skrifaði einstæð móðir til heilbrigðisráðherra í maí. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. Stöð 2 fjallaði um málið og innslagið má sjá hér fyrir neðan.Við dauðans dyr í lyfjameðferð „Það er í janúar sem ég er stödd hér í Reykjavík sem ég verð rosalega veik. Ég fer á bráðamóttöku og lá þar inni í sólarhring og var í raun ekki hugað líf. Fæ fullt af blóði þar og fer svo aftur heim til Eyja og um miðjan janúar þá var ég flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur því ég var að detta út, var bara að deyja”, sagði Fanney í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í maí og að hún hefði fengið áfall þegar hún frétti stuttu síðar í fréttunum að það yrðu ekki afgreidd þau lyf á þessu ári sem hún þarfnast. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Lögmaður Fanneyjar krefst þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð.Sjá einnig: Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boðaMannréttindi ofar fjárlögum „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún. Hjördís segist ekki vita um nein mál hér á landi þar sem ríkið hefur verið dæmt til að láta sjúklingum í té lyf. „Það er gífurlega mikilvægt að fá úr þessu skorið, hvort að það megi synja fólki um nauðsynlega meðferð með vísan til fjárlaga. Við teljum að það standist ekki”. Hvort málið fái flýtimeðferð kemur í ljós eftir helgina. En talið er að allt að 40 einstaklingar séu í brýnni þörf fyrir samskonar meðferð og Fanney.Dóttir Fanneyjar, Tanja, smitaðist af móður sinni við fæðingu. Hún var svo lánsöm að halda lyfjameðferðina út en hún er í dag algerlega laus við sjúkdóminn. Þær mæðgur komu í viðtal til Stöðvar 2 í maí. Innslagið má sjá hér að neðan.Fordæmisgildi fyrir aðra Hvort málið gæti haft fordæmisgildi fyrir sjúklinga á annars konar lyfjum, segir Hjördís svo vera. „Alveg klárt mál. Það sker þá úr um það hvort það megi synja fólki á þessum grundvelli,” segir Hjördís. Málið eigi við alla sem séu sýktir af lifrarbólgu C en tekur fram að í tilfelli Fanneyjar beri ríkisvaldið sök. Sýktist á ríkisstofnun„Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi. Það er svo ríkið sem tekur meðvitaða ákvörðun um að leita hana ekki uppi þegar í ljós kemur að fólk hefur sýkst og nú synjar ríkið henni um þá meðferð sem hún þarf til þess að læknast af þessum sjúkdómi,” segir Hjördís.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira