Innlent

Íslenskir MS sjúklingar fá ekki nauðsynlegt lyf

Sextíu MS-sjúklingar fá ekki nýtt lyf sem kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og getur hægt á framgangi sjúkdómsins. Lyfið hefur ekki enn verið sett í dreifingu.

Um 330 MS sjúklingar eru á Íslandi og áætlað er að 60 manns bíði nú eftir lyfinu Tysabri sem kom á íslenskan markað í ágúst. Lyfið er S-merkt og einungis Landspítalinn getur komið því í dreifingu. Það er dýrt og kostar um tvær komma sjö milljónir fyrir einn einstakling á ári. Landspítalinn hefur ekki haft fjármagn til að kaupa lyfið vegna bágrar fjárhagsstöðu. Lyfið Tysabri dregur verulega úr virkni MS sjúkdómsins og hefur borið góðan árangur erlendis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×