Máli Snædísar ekki áfrýjað: Fullnaðarsigur í gífurlega fordæmisgefandi máli Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2015 13:56 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/Stefán Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt. Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Íslenska ríkið áfrýjaði ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur sem stefndi stjórnvöldum fyrr á þessu ári fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 30. júní síðastliðinn að íslenska ríkið hafi brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa og er dómurinn talinn staðfesta skýlausan rétt heyrnalausra til túlkunar. Ljóst er að íslenska ríkið mun ekki áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar úr þessu enda rann áfrýjunarfresturinn út í gær.Málinu lokið með fullnaðarsigri Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Snædísar, segir því ekki um annað að ræða en að fullnaðarsigur hafi fengist í málinu. Þessi niðurstaða hafi þó ekki komið honum mikið á óvart enda hafi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að málinu yrði ekki áfrýjað til æðra dómstigs. Páll Rúnar segir að boltinn sé nú hjá stjórnvöldum enda hafi úrskurður héraðsdóms gífurlegt fordæmisgildi fyrir íslenska ríkið. „Tilfelli Snædísar er ekkert jaðartilfelli. Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessu þjónustu og það endurgjaldslaust. Sömuleiðis hafa þeir sem nú þegar hafa greitt fyrir slíka þjónustu endurkröfurétt og þeim sem hefur verið neitað um þjónustuna eiga miskabótarétt,“ segir Páll. „Nú hlýtur hið faglega og vandaða stjórnvald að hafa frumkvæði að því að bæta fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir,“ segir hann ennfremur. Mannréttindi eigi ekki að stranda á fjárlögum og ríkið eigi svo sannarlega ekki að þurfa að bíða eftir því að hver einn og einasti stefni því til að fá rétti sínum framfylgt.
Tengdar fréttir Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00 Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30 Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Snædís Rán Hjartardóttir sem stefndi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg útaf synjunar á túlkaþjónustu greiðir kostnað vegna samskipta sjálf. Þriggja klukkutíma fundur kostaði hana fimmtíu þúsund krónur 13. júní 2015 20:00
Snædís sigraði í héraðsdómi: „Staðan er tvö - núll í hálfleik“ Stjórnarskrárvarin réttindi fólks eru æðri fjárlögum. „Eins og ef konur fengju ekki að kjósa vegna þess að fjárveiting til kosningamála hafi verið skorin niður“ segir lögmaður Snædísar. 30. júní 2015 14:30
Heyrnarlausir fagna dómi í máli Snædísar: „Tryggja þarf rétt okkar til að vera virkir þjóðfélagsþegnar“ Formaður Félags heyrnarlausra segir úrskurð héraðsdóms í máli Snædísar Ránar mikilvægan sigur í baráttu þeirra sem nota táknmál í daglegu lífi. 2. júlí 2015 13:37