Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00