Innlent

Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Páley Borgþórsdóttir, er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Páley Borgþórsdóttir, er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
„Furðuleg afstaða. Þögn og þöggun um samfélagsmein kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Óli Kristján Ármannsson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, um bréf Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, sem hún sendi til allra viðbragðsaðila.

Í bréfinu brýnir hún fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Páley leggur til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari fjölmiðlum á þá leið að engin heimild sé til þess að veita slíkar upplýsingar.

„Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í almennri þjóðfélagsumræðu og við að þoka hlutunum til betri vegar. Afstaða sem þessi lýsir algjöru skilningsleysi á því hlutverki,“ segir Óli Kristján. Hann er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Sjá einnig: Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda

Páley segir í bréfinu að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot og það sé þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna.

Jafnframt kemur fram í bréfi Páleyjar að hún hafi ákveðið, í samráði við áfallateymi Þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan muni ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. 


Tengdar fréttir

Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot

Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum.

Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×