Erlent

Sprengjumaðurinn í Suruc var tvítugur tyrkneskur námsmaður

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin var gerð í menningarmiðstöð í borginni Suruc í suðurhluta Tyrklands.
Árásin var gerð í menningarmiðstöð í borginni Suruc í suðurhluta Tyrklands. Vísir/AFP
Talsmaður tyrkneskra yfirvalda segja sjálfsvígssprengjumanninn sem banaði 32 ungmennum í menningarmiðstöð í bænum Suruc á mánudaginn hafi verið tvítugur tyrkneskur námsmaður.

Tyrkneskir fjölmiðlar segja manninn hafa verið Seyh Abdurrahman Alagoz, tyrkneskan Kúrda frá héraðinu Adiyaman í suðausturhluta landsins, og að hann hafi haft tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Mótmæli voru skipulögð víðs vegar um Tyrkland í gær þar sem árásinni var mótmælt sem og stefnu stjórnvalda í málefnum Sýrlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×